Myndapóstur – Villaitana – Tapas-veislan þriðjudaginn 12. nóvember 2024
Hér koma myndir af Teigsfélögum og gestum í Tapas-veislunni sem Teigur bauð félagsmönnum sínum í og gestir tóku líka þátt í. Veislan fór fram í sal til hliðar við morgunverðarsalinn á Melia Villaitana hótelinu fyrir ofan Benidorm, sem við gistum öll á. Vel var veitt af tapas-smáréttunum, áfengi, gosdrykkjum og vatni, eins og við var að búast af Teigi og hótelhöldurum – fyrir góða milligöngu Bergs hjá Golfskálanum.
Þar sem birta var aðeins takmörkuð eru stöku myndir aðeins hreyfðar – smá líf í þeim, vinsamlega virðið það – það er félagsandinn sem gildir þegar svona gott fólk kemur saman til að njóta veitinga og spjalla.