Myndapóstur – Villaitana – nokkrar myndir úr golfinu í haustferðinni, 11.-14. nóvember 2024
Golf í mótinu var spilað þriðjudag og miðvikudag 12. og 13. nóvember 2024. Smá rigning fyrri daginn, en hvassara og blautt á köflum síðari daginn. Víða fallegt og stórfenglegt útsýni af golfvöllunum.
Örfáir golfbílar í boði – nei, þeir voru margir og góðir.
Þessar myndir eru nú reyndar frá 10. nóvember, á aukagolfdegi þeirra sem mættu fyrr á svæðið.
Við Melia Villaitana hótelið er víða fallegt – mynd tekin út um glugga.
Eitt af hollunum góðu.
Nokkrar sandgryfjur, í grennd við eina flötina.
Seinni golfdag mótsins var dálítið hvasst á köflum – og þá urðu alls konar truflanir …