Myndapóstur – Villaitana – Aðalfundur Teigs miðvikudaginn 13. nóvember 2024
Aðalfundur Teigs 2024 var haldinn í haustferðinni, á Melia Villaitana hótelinu ofan við Benidorm, miðvikudaginn 13. nóvember 2024, að viðstöddu fjölmenni.
Fundurinn fór fram á efri hæðinni í ,,Kirkjunni” – og telur ljósmyndari líklegt að aðalfundur félagsins hafi tæplega áður verið haldinn í glæsilegra húsnæði (en með fyrirvara um að hafa ekki setið alla aðalfundina). Hljóðgæðin voru hins vegar ekki eins eins góð, en það er algengt í flottum sölum á hótelum á Spáni – og í þessu tilviki var hljóðkerfi ekki í boði á staðnum. En allt tókst samt vel, auðvitað.
Venjuleg aðalfundarstörf, meðal annars skýrsla formanns, reikningar félagsins, formannskjör og kjör í stjórn og fleira, venju samkvæmt.
Fráfarandi formaður, Guðlaugur Jónsson, hylltur – og þakkað fyrir góð störf, með dynjandi lófaklappi.
Nýkjörinn formaður Teigs, Þór Ottesen Pétursson, hélt kynningarræðu á léttum nótum, áður en hann annaðist fyrsta formannsverkið – að taka inn og bjóða nokkra nýja félaga velkomna í Teig.
Í baksýn, vinstra megin, sér niður á neðri hæð, þar sem lokahófið fór fram eftir aðalfundinn.
Nýir félagar í Teigi, teknir inn og boðnir velkomnir á aðalfundi Teigs 2024.
Ný stjórn og varastjórn Teigs, haustið 2024.