MYNDAPÓSTUR – 6. OKT. 2025
Myndir af verðlaunaafhendingum eftir fyrsta mótsdaginn í mánudags-mótaröð Teigs haustið 2025, 6. október. (Ekki tókst að klára 18 holu hringinn síðast, vegna mikillar úrkomu og eldinga í grennd.)
Nú voru kynntar breyttar aðferðir við verðlaunaveitingar eftir hvern mótsdag, þannig að ef vinningshafi er farinn fyrir verðlaunaveitingu heldur klúbburinn hjá sér verðlaunum hans og þau þá endurnýtt í næstu verðlaunaveitingu. Hér eru myndir af viðstöddum sigurvegurum og nokkrar myndir af Teigsfélögum í lok verðlaunaveitingarinnar.










