Browsed by
Author: Arinbjörn Sigurgeirsson

Myndapóstur – Villaitana – nokkrar myndir úr golfinu í haustferðinni, 11.-14. nóvember 2024

Myndapóstur – Villaitana – nokkrar myndir úr golfinu í haustferðinni, 11.-14. nóvember 2024

Golf í mótinu var spilað þriðjudag og miðvikudag 12. og 13. nóvember 2024. Smá rigning fyrri daginn, en hvassara og blautt á köflum síðari daginn. Víða fallegt og stórfenglegt útsýni af golfvöllunum.    Örfáir golfbílar í boði – nei, þeir voru margir og góðir.  Þessar myndir eru nú reyndar frá 10. nóvember, á aukagolfdegi þeirra sem mættu fyrr á svæðið.  Við Melia Villaitana hótelið er víða fallegt – mynd tekin út um glugga.  Eitt af hollunum góðu.  Nokkrar sandgryfjur, í…

Read More Read More

Myndapóstur – Villaitana – Lokahófið miðvikudaginn 13. nóvember 2024

Myndapóstur – Villaitana – Lokahófið miðvikudaginn 13. nóvember 2024

Ljósmyndir úr lokahófi í haustferð Teigs, á Melia Villaitana hótelinu fyrir ofan Benidorm.  Lokahófið fór fram á neðri hæð ,,Kirkjunnar” – í glæsilegu húsnæði og með tónlist, góðum mat, drykkjum og þjónustu. Hljóðvistin ekki góð – en gaman saman í góðum félagsskap, takk.    Gítarleikarinn, sem spilaði kvöldverðartónlist fyrir okkur og gerði það vel.  Gulla formanni færð gjöf og kveðskapur Unnar – ekki hægt að birta myndband (of stórt fyrir vefinn), en vísurnar eru hér á vefnum í sérstökum pósti. 

Myndapóstur – Villaitana – Verðlaunaafhendingar og skorkortavinningar – miðvikudaginn 13. nóvember 2024

Myndapóstur – Villaitana – Verðlaunaafhendingar og skorkortavinningar – miðvikudaginn 13. nóvember 2024

Í lokahófi haustferðarinnar voru veitt verðlaun fyrir tveggja daga golfmótið á Levante golfvellinum, við Melia Villaitana hótelið fyrir ofan Benidorm. Báðir golfvellirnir við Villaitana hótelið; Levante og Poniente (í gilinu), eru 18 holu vellir. Aðalfundurinn og lokahófið voru í ,,Kirkjunni”, sem er stórglæsilegt hús, fundurinn á efri hæðinni (sjá annan myndapóst) en lokahófið á neðri hæðinni. Einnig var dregið úr hinum ýmsu skorkortum (nöfnum klúbbfélaga og gesta) og afhentir margir góðir vinningar. Nýr formaður Teigs, Þór Ottesen Pétursson, afhenti verðlaunin…

Read More Read More

Myndapóstur – Villaitana – Aðalfundur Teigs miðvikudaginn 13. nóvember 2024

Myndapóstur – Villaitana – Aðalfundur Teigs miðvikudaginn 13. nóvember 2024

Aðalfundur Teigs 2024 var haldinn í haustferðinni, á Melia Villaitana hótelinu ofan við Benidorm, miðvikudaginn 13. nóvember 2024, að viðstöddu fjölmenni. Fundurinn fór fram á efri hæðinni í ,,Kirkjunni” – og telur ljósmyndari líklegt að aðalfundur félagsins hafi tæplega áður verið haldinn í glæsilegra húsnæði (en með fyrirvara um að hafa ekki setið alla aðalfundina). Hljóðgæðin voru hins vegar ekki eins eins góð, en það er algengt í flottum sölum á hótelum á Spáni – og í þessu tilviki var…

Read More Read More

Myndapóstur – Villaitana – Tapas-veislan þriðjudaginn 12. nóvember 2024

Myndapóstur – Villaitana – Tapas-veislan þriðjudaginn 12. nóvember 2024

Hér koma myndir af Teigsfélögum og gestum í Tapas-veislunni sem Teigur bauð félagsmönnum sínum í og gestir tóku líka þátt í. Veislan fór fram í sal til hliðar við morgunverðarsalinn á Melia Villaitana hótelinu fyrir ofan Benidorm, sem við gistum öll á. Vel var veitt af tapas-smáréttunum, áfengi, gosdrykkjum og vatni, eins og við var að búast af Teigi og hótelhöldurum – fyrir góða milligöngu Bergs hjá Golfskálanum.  Þar sem birta var aðeins takmörkuð eru stöku myndir aðeins hreyfðar –…

Read More Read More

Myndapóstur – Villaitana ofan Benidorm, kynningarfundur haustferðar – mánud. 11. nóvember 2024

Myndapóstur – Villaitana ofan Benidorm, kynningarfundur haustferðar – mánud. 11. nóvember 2024

Hér eru myndir frá upphafs-kynningarfundinum, á miðjutorginu í Villaitana – við Melia hótelið sem Teigsfélagar og gestir gistu á, frá mánudeginum 11. til fimmtudagsins 14. nóvember 2024; – haustferð, tveggja daga golfmót og aðalfundur Teigs. Myndir frá fyrsta kvöldinu, kynningarfundinum, teknar í dvínandi dagsbirtunni – Arinbjörn Sigurgeirsson.  

Vistabella golf – 4. nóvember 2024

Vistabella golf – 4. nóvember 2024

Nokkrar ljósmyndir af verðlaunaafhendingu í mótaröð Teigs, á Vistabella golfvellinum, mánudaginn 4. nóvember 2024. Í þetta skiptið var ljósmyndarinn tilbúinn, frá byrjun – og nýbúinn að fá kennslu (Níels er góður kennari) til að setja myndir hér inn á heimasíðuna. Og ég virðist hafa náð að tileinka mér kennsluna – eins og sést á þessum pósti – og póstinum á undan. 

Vistabella golf – 28. október 2024

Vistabella golf – 28. október 2024

Hér eru nokkrar myndir frá mótaröð Teigs, á Vistabella golfvellinum, mánudaginn 28. nóvember 2024. Fyrst myndir af hluta verðlaunaafhendinga (hirðljósmyndarinn Arinbjörn var að enda símtal þegar verðlaunaafhendingin byrjaði). Svo nokkrar myndir teknar á golfvellinum, einnig byggingarframkvæmdirnar, flottir sólstafir í skýjunum og Árni Sveinbjörnsson – að ,,blessa” eða umfaðma okkur – uppstillt mynd – smá grín.