Myndapóstur – Villaitana – Verðlaunaafhendingar og skorkortavinningar – miðvikudaginn 13. nóvember 2024
Í lokahófi haustferðarinnar voru veitt verðlaun fyrir tveggja daga golfmótið á Levante golfvellinum, við Melia Villaitana hótelið fyrir ofan Benidorm. Báðir golfvellirnir við Villaitana hótelið; Levante og Poniente (í gilinu), eru 18 holu vellir. Aðalfundurinn og lokahófið voru í ,,Kirkjunni”, sem er stórglæsilegt hús, fundurinn á efri hæðinni (sjá annan myndapóst) en lokahófið á neðri hæðinni.
Einnig var dregið úr hinum ýmsu skorkortum (nöfnum klúbbfélaga og gesta) og afhentir margir góðir vinningar. Nýr formaður Teigs, Þór Ottesen Pétursson, afhenti verðlaunin og vinningana, með dyggri aðstoð Sigríðar Snorradóttur og Hjartar Björgvins Árnasonar, sem sjást á sumum myndanna.