Vormót Golfklúbbsins Teigs. Keppnisskilmálar.
Vormót Golfklúbbsins Teigs. Keppnisskilmálar.
17. og 18. Apríl 2018 á MARINA GOLFVELLINUM. MOJACAR.
Mótsstjórn: Níels, Bergsveinn, Sigrún Birna og Símon
Punktakeppni með forgjöf: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem fær flesta punkta samtals fyrir báða keppnisdaga. Einnig verða verðlaun veitt fyrir annað og þriðja sæti í báðum flokkum.
Höggleikur án forgjafar: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem hefur fæst högg
án forgjafar fyrir báða keppnisdaga.
Ef sami keppandi hlýtur 1. sæti í báðum flokkum skal hann/hún aðeins fá verðlaun fyrir punktakeppni. Sá/sú sem næst kemur í höggleik skal hljóta verðlaunin í þeirri keppni.
Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir að punktum eða höggum að lokinni keppni skal hún/hann sem lék á flestum punktum eða fæstum höggum síðustu 9 holurnar á síðari keppnisdegi hljóta verðlaunin, ef en er jafnt skal .
Niðurstaða mótsins verður tilkynnt í lok vorfundar og fer þá fram verðlaunaafhending.
Ræst verður út á fyrra keppnisdegi frá kl. 9.00.
Mæting við golfskála er kl. 8.30
Seinni keppnisdag verður ræst út frá kl. 9.30. Mæting við golfskála er kl. 9.00 og ræður árangur fyrri keppnisdags röðun í ráshópa.
Mótsstjórn velur sér aðstoðarfólk eftir þörfum. Mótsstjórn ásamt aðstoðarfólki fer yfir skorkort að lokinni keppni báða dagana.
Mótsstjórn sér um útdrátt nafna fyrir fyrri dag og tilkynnir um röðun fyrir seinni dag.
ATH !! Mótstjórn sér um afhendigu golfbíla lykla.
Konur leika á RAUÐUM teigum.
Karlar leika á GULUM teigum.
Karlar 70 + mega leika á RAUÐUM teigum ( rauð forgjöf ).
Karlar með grunnforgjöf 26,5 eða hærri mega leika á rauðum Vinsamlega lagið boltaför á flötum.
Fyrri dagur: Nándarverðlaun verða veitt á 5. Braut Seinni dagur: Nándarverðlaun verða veitt á 17. Braut./