Vorfundur – Vormót

Vorfundur – Vormót

Vorfundur – Vormót Mojacar – Almeria 16. – 19. apríl 2018

Leikdagar í Vormóti: Leikið var á Marina-golfvellinum í tvo daga, þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. apríl.

Veður: Frábært veður báða dagana. Hiti 18° þegar golfið hófst og fór í 23° þegar leið á daginn.

Mætt til leiks: Aðalsteinn Guðnason, Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, Bergsveinn Símonarson, Bergur M. Sigmundsson, Einar Matthíasson, Eyjólfur Sigurðsson, Gíslunn Loftsdóttir, Grímur Valdimarsson, Gunnar J. Guðbjörnsson, Halldór Jóel Ingvason, Halldóra Þorvaldsdóttir, Hans B. Guðmundsson, Helga Emilsdóttir, Hermann Bragason, Hilmar Harðarson, Hlöðver Jóhannsson, Jenny Johansen, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jóhannes Jónsson, Jón Rafns Antonsson, Jónína Jónsdóttir, Kári Þórisson, Laila Ingvarsdóttir, Magni Guðmundsson, Magnús G. Pálsson, Níels Karlsson, Ólafur Ingi Friðriksson, Sigrún B. Magnúsdóttir, Sigurberg Árnason, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Njálsson, Skarphéðinn Sigursteinsson, Skúli Guðmundsson, Skúli Sigurðsson, Sæmundur Pálsson, Viðar Marel Jóhannsson, Þuríður Jóhannsdóttir og Örlygur Geirsson. GESTIR: Árni Sörensen, Bragi Ingvarsson, Bylgja Guðmundsdóttir, Hilmar Helgason, Ragna Valdimarsdóttir og Einar S. Guðmundsson.

Golfið: Mótanefnd stóð fyrir fræðslu um golfreglur síðdegis mánudaginn 16. apríl í anddyri hótelsins. Bergur Guðnason fór yfir mikilvægustu reglurnar og svaraði fyrirspurnum. Einnig var dreyft prentuðum upplýsingum um mikilvægustu reglurnar og blaðið afhent á teig þegar hóparnir lögðu af stað í golfið. Ræsir báða dagana var Símon Aðalsteinsson og fórst honum það vel úr hendi. Golfið gekk vel báða dagana, lítið um bið á teigum og var ljóst að eitthvað höfðu golfararnir lært af fræðslunni.

Úrslit – HÖGGLEIKUR ÁN FORGJAFAR: Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Laila Ingvarsdóttir lék á 194 höggum. Í fyrsta sæti í karlaflokki varð Hilmar Harðarson, lék á 168 höggum.

PUNKTAKEPPNI MEÐ FORGJÖF: Fyrsta sæti í kvennaflokki hlaut Sigrún B. Magnúsdóttir, hlaut 56 punkta. Í öðru sæti varð Gíslunn Loftsdóttir, hlaut 54 punkta. Í þriðja sæti varð Jóhanna Sigurðardóttir, hlaut 51 punkt. Í karlaflokki sigraði Hermann Bragason, hlaut 64 punkta, í öðru sæti varð Hlöðver Jóhannsson, hlaut 62 punkta. Í þriðja sæti urðu tveir jafnir, Jóhannes Jónsson og Skarphéðinn Sigursteinsson hlutu 31 punkt. Jóhannes hélt sætinu á fleiri punktum skoruðum á seinni 9 holum vallarins.

Árangur vetrarins – 6 bestu hringir – Að venju er úthlutað verðlaunum til eins leikmanns í hvorum flokki, kvennaflokki og karlaflokki í lok vetrar. Þessi verðlaun eru annars vegar Sjafnarbikarinn fyrir bestan árangur í kvennaflokki og Samstöðuhnúturinn fyrir bestan árangur í karlaflokki. Að þessu sinni var Sigrún B. Magnúsdóttir með bestan árangur í kvennaflokki samtals 204 punkta úr hennar 6 bestu hringjum og hlýtur hún því Sjafnarbikarinn fyrir árið 2018. Í öðru sæti voru jafnar Emelía Gústafsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir hlautu 179 punkta. Í karlaflokki var Bergur M. Sigmundsson með bestan árangur, hlaut 207 punkta (6 bestu hringirnir) og hlýtur hann því Samstöðuhnútinn fyrir árið 2018. Í öðru sæti varð Jóhannes Jónsson, hlaut 201 punkt. Í þriðja sæti varð Skarphéðinn Sigursteinsson, hlaut 200 punkta. – Öll verðlaunaafhendingin var í höndum mótanefndar.

Vorfundur – Miðvikudaginn 18. apríl var haldinn árlegur vorfundur Teigs í Hótel Oasis Tropical. Formaður Eyjólfur Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar fyrir starfstímabilið nóvember 2017 og febrúar, mars og apríl 2018. Skýrslan var afhent prentuð á fundinum og verður send þeim sem ekki komu til fundar og því ástæðulaust að endurtaka efni hennar hér. Síðan var flutt yfirlit um stöðu rekstrarreiknings tímabilið nóvember 2017 til og með febrúar og mars 2018. Örlygur Geirsson skýrði stöðuna og benti m.a. á að hér væri aðeins um yfirlit að ræða en ekki endanlega niðurstöðu, hún mun liggja fyrir á aðalfundi í haust. Almennt á litið er fjárhagsstaðan góð. Formaður gaf síðan orðið laust um þessar tvær skýrslur. Til máls tóku Viðar Marel Jóhannsson, Skúli Sigurðsson og Laila Ingvarsdóttir. Formaður sagði frá Starfsáætlun haustið 2018. Leikdagar eru þegar bókaðir á Vistabella-vellinum út nóvember 2018. Það verður hins vegar hlutverk stjórnar að hefja sem fyrst umræður um næsta almanaksár og sjá hvað verður í boði.

Fundarslit – Formaður þakkaði Mótanefnd fyrir allt starfið vegna undirbúnings og framkvæmd Vormótsins, þakkaði fundarmönnum góða fundarsetu og sleit fundi.

Síðasti leikdagur vetrarins – Næsta þriðudag 24. apríl verður síðasti skipulagði leikdagur vetrarins. Hann verður á Vistabella-vellinum að venju. Skráning hófst þegar á meðal Teigsfólks í Mojacar en heldur áfram til föstudagskvölds hjá Bergsveini Símonarsyni bergsveinn45@gmail.com.

Sumarmót – Eins og kemur fram í Skýrslu stjórnar verður Sumarmót Teigs á Golfvelli Golfklúbbs Sandgerðis. Mótið verður eins dags mót og fer fram 21. júní. Nánari upplýsingar um Sumarmótið verða sendar félögum í júníbyrjun.

El Valle 19. apríl 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

 

 

Leave a Reply