Vorfundur Teigs í Mojacar.

Vorfundur Teigs í Mojacar.

Vorfundurinn var haldinn í Mojacar 10.apríl og voru mættir 36 félagar og gestir,

Varaformaður Grímur Valdimarsson setti fundinn í fjarveru formanns og stakk uppá Eyjólfi Sigurðssyni sem fundarstjóra og Halldóri Ingvarssyni sem fundarritara,samþykkti fundurinn það.

Fundarstjóri óskaði eftir að Grímur læsi skýrslu stjórnar í fjarveru hans,að loknum upplestri skýrslunnar gaf fundarstjóri jaldkera Örlygi Geirssyni orðið og fór hann yfir fjármál klúbbsins ,stöðu og útlit.Kom fram að aukning hefur verið á tekjum í sumar sem skýrist af fleiri gestum og fleiri capteins fee og fjölgun félaga,að lokinni skýrlsu gjaldkera var orðið gefið laust um skýslu stjórnar og fjármál klúbbsins.

Fram kom uppástunga að félagar hefðu val um að leika 9 holu skemmtigolf á sömu leikdögum og leiknar eru 18.holur

Undir liðnum önnur mál voru seldar á uppboði 2 bolir og nokkrar húfur merktar Teigi og teljast til eigulegra antikmuna sem geyma sögu klúbbsins.

Fram kom að Laila hefur haft samband við veitingamanninn á Vistabella restaurant um sameiginlegan dinner vor og haust og er málið í vinnslu og er hið mætasta mál að hittast undir öðrum formerkjum en að spila golf.

Þá gaf fundarstjóri mótanefnd orðið sem afhenti vegleg verðlaun sem valin voru af Gíslunni Loftsdóttur og Hermanni Bragasyni, þeir hlutu sem skarað hafa fram úr ,og síðan fór fram afhending Sjafnarbikarsins og Samstöðuhnútsins og þau hlutu Emelía Gústafsdóttir og Níels karlsson

Fleira ekki á dagskrá og fundi slitið

Bergur M Sigmundsson

Comments are closed.