VINDHÖGG.

VINDHÖGG.

Ágætu félagar.

Það  var smá umræða um talningu högga á Vista Bella á mánudaginn þ.e. hvenær högg telst högg

Særós Guðnadóttir tók sig til og sendi fyrirspurn á GSÍ varðandi málið og hér að neðan má sjá svarið sem barst frá Sæmundi Melsteð landsdómara.

Þann mið., 1. nóv. 2023, 22:19 Dómaranefnd GSÍ skrifaði <domaranefnd@golf.is>:
Sæl Særós,

Þetta eru áhugaverðar spurningar sem þú ert að bera fram, en já, vindhögg telja alltaf sem högg.
Ástæðan fyrir því er ljós ef við skoðum skilgreiningu á höggi skv. golfreglunum.
image.png
Það sem er mikilvægast í þessu er ásetningurinn um að hitta boltann og þó að það
takist ekki þá telur samt sem áður höggið. Skiptir ekki máli hvar þetta gerist á vellinum.
Þú segir “Ágreiningur er um skilning reglunnar eftir að breytingar urðu nýlega.”. Það er enginn
ágreiningur meðal dómara um þessi mál, frekar milli golfleikara.
Með kveðju,
F.h. dómaranefndar GSÍ
Sæmundur Melstað
Comments are closed.