Verðlaunavísur á “páskamóti” Teigs á Skírdag.

Verðlaunavísur á “páskamóti” Teigs á Skírdag.

Ágætu félagar.

Það var brugðið út af venju með verðlaun á mótinu á Skírdag og gefin “útlensk” páskaegg.

Þar sem enginn er málsháttur í slíkum þá setti Unnur Halldórsdóttir saman vísu sem fylgdi hverjum vinningi.

Í golfið fór ég glöð hjá Teig           

á grínum naut ég heppni

Á Vistabella var ég seig

að vinna punktakeppni.

 

Í punktakeppni er parið gott,

um púttin fátt ég segi.

Ég náði þó í feikiflott

fyrsta sæti hjá Teigi.

Heppni mín er hrikaleg,

ég hampa því og segi,

í nándarverðlaun nældi ég,

nærri holu í Teigi.

 

Höggin sló ég harla fá,

hnarreist líka gekk ég.

Vaknaði mér vonin hjá,

og vinning góðan fékk ég.

 

 

 

 

 

 

  

Hjá Teigi í mót ég mæti,

magna mitt spil og bæti.

Og viti nú menn

að aftur og enn

ég enda í fyrsta sæti.

 

Golfið mitt er feikna flott

Já, farsæl er mín saga.

Í öðru sæti að enda er gott

ég yfir því ei klaga.

 

Í golfi er ég gríðarsnjall,

góðu skori næ ég.

Enda kemst ég oft á pall,

Ja, önnur verðlaun fæ ég.

 

 

 Á Vistabella er völlur klár

Það votta ég og segi

Þar hef ég í ófá ár

iðkað golf með Teigi.

 

Comments are closed.