Úrslit í golfi 27. nóv. 2018
Sælir félagar,
31 spiluðu golf í dag í góðu veðri. Úrslitin urðu:
Næstur holu eftir 1 högg á 7. braut var Þorsteinn Sigurðsson, 4.69 m frá holu.
Í kvennaflokki sigraði Þuríður Jóhannsdóttir með 33 punkta, í öðru sæti var Ragna Valdimarsdóttir einnig með 33 punkta, en færri á seinni níu holunum. Í þriðja sæti var Hanna Sigurðardóttir með 28 punkta.
Í karlaflokki sigraði Níels Karlsson með 41 punkt, í öðru sæti var Jóhannes Jónsson með 37 punkta og í þriðja sæti Bergsveinn Símonarson með 35 punkta.
Þetta er síðasta formlega mót ársins 2018 og þakkar móta- og forgjafanefnd 2018 gott samstarf við félaga klúbbsins á árinu. Ný stjórn Teigs skipar nýja móta- og forgjafanefnd og verðum við Bergsveinn ekki í henni. En líkt og aðrir félagar erum við reiðubúnir að vera nefndinni til aðstoðar á keppnisdögum verði eftir því leitað.
Bestu kveðjur,
Níels Karlsson