Um rástímaskráningu og almenna mannasiði.

Um rástímaskráningu og almenna mannasiði.

Kæru félagar, nú er endanleg skráning á mótinu 1. október komin inn á heimasíðuna í endanlegri gerð.

ég hef barist um á hæl og hnakka til að láta þetta fara þannig fram að allra óskir séu uppfylltar. ÞAÐ TÓKST EKKI.

Eitt atriði var sýnu verst að eiga við, þ.e. að að menn (konur eru menn eins og allir vita) voru að skrá gesti án þess að ætla að spila sjálfir. Eðlilega gerði ég ráð fyrir að sá félagi sem skráði sig inn ætlaði að spila með okkur en ekki bara að skrá gesti sína í mótið án þess að taka þátt sjálfur. þetta olli ruglingi og er ég búinn að eyða ómældum tíma í tilfærslur á skráningum af þessum sökum. Annað atriði sem veldur mér töfum við þessa vinnu er þegar vinir í klúbbnum eru skráðir eins og um gesti sé að ræða, það er ekki góð aðferð, en ef þið viljið skrá vini ykkar í klúbbnum þá fáið upplýsingar hjá þeim og farið inn í skráningarkerfið í þeirra umboði, þá er hægt að gera ráð fyrir að þeir sem opna fyrir skráningu séu að skrá sig i viðkomandi mót. Síðan má óska eftir skráningu gesta á réttum stað og muna að í golfi þurfa grunnupplýsingar svo sem kennitala og forgjöf að liggja fyrir þegar mót hefst. Einnig er gott að minnast þess að þeir sem eru að byrja og hafa ekki kynnt sért grunnreglur golfsins hafa síður ánægju af leiknum. Það er ekkert gaman að tefja leikinn og haga sér illa á vellinum. Það vita flestir að til að geta farið á bíl út í umferðina þé þarf maður að hafa lært umferðarreglurnar og fengið staðfestingu á því.

Þessu til viðbótar eru séróskir, svo sem óskir um að vera í holli með einhverjum eða spila breytta umferð (t.d, 9 holur).

Seinar skráningar eru einnig afleitar og mun skráningu LJÚKA á mánudagskvöldi (kl. 23:55) vegna móta sem halda skal næsta föstudag á eftir. Ég hef ekki tök á að taka á móti eða breyta skráningum síðar.

Félagar í Teigi ganga fyrir um þátttöku í mótum og því er ekki hægt að svara strax hvort gestir komast með, en að sjálfsögðu eru gestir velkomnir ef pláss leyfir. Ef ekki er rúm fyrir alla sem óska að taka þátt, þá ræður tímaröð skráninga.

Hef þetta ekki lengra að sinni en hvet félaga til að sýna sanngirni og tillitsemi i samskiptum sín á milli og ekki væri verra að hafa hugfast að öll vinna á vegum Teigs er unnin í sjálfboðavinnu án þess að greiðsla komi fyrir.

Njótum lífsins í sátt og samlyndi

Bestu kveðjur

Guðmundur

Comments are closed.