Texas Scramle – keppnisskilmálar

Texas Scramle – keppnisskilmálar

Texas Scramble

Liðakeppni Golfklúbbsins Teigs.

Vistabella golfvellinum 17. nóvember 2020.

Texas Scramble, tveir kylfingar leika saman í liði.

Fer leikurinn þannig fram að báðir slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í betri stöðu og slá báðir boltann þaðan.

Sá sem á þann bolta sem kylfingunum þykir lakari færir því sinn bolta að bolta félaga síns og merkir staðinn með tíi (ca 10 cm til hliðar) .

Sá sem átti betri boltann slær yfirleitt á undan og hinn á eftir.

Eftir þau högg endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna.

Sameiginleg vallarforgjöf  kylfinga er tekin saman og deilt í hana

með tölunni 4.  Forgjöf liðs getur þó aldrei orðið hærri en lægri vallarforgjöf liðsmanna.

Mótið er höggleikur með forgjöf.

Konur leika af rauðum teigum.

Karlar leika af bláum teigum.

Mótstjórn raðar í ráshópa eftir forgjöf.

Comments are closed.