Texas Scramble
Texas Scramble
Liðakeppni Golfklúbbsins Teigs.
Vistabella golfvellinum 6. nóvember 2018.
Texas Scramble, tveir kylfingar leika saman í liði.
Fer leikurinn þannig fram að báðir slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í betri stöðu og slá báðir boltann þaðan.
Sá sem á þann bolta sem kylfingunum þykir lakari færir því sinn bolta að bolta félaga síns og merkir staðinn með tíi (ca 10 cm til hliðar) .
Sá sem átti betri boltann slær yfirleitt á undan og hinn á eftir.
Eftir þau högg endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna.
Sameiginleg vallarforgjöf kylfinga er tekin saman og deilt í hana
með tölunni 4.
Mótið er höggleikur með forgjöf.
Konur leika af rauðum teigum.
Karlar leiki af bláum teigum.
Mótstjórn raðar í ráshópa eftir forgjöf
Móta- og forgjafanefnd G.T.