Teigur amigos rástímar á Vistabella 20. 02.2023

Teigur amigos rástímar á Vistabella 20. 02.2023

Leikmönnum er bent á að við förum eftir golfreglunum í mótum Teigs og því er gert ráð fyrir því að leikmenn hafi kynnt sér reglurnar og fari eftir þeim. Hér á síðunni verður aðeins tæpt á ýmsum atriðum í leiknum sem við þurfum að hafa í huga. Grunnreglurnar eru 24 og það getur reynst erfitt að framfylgja þeim út í æsar en nauðsynlegt er að hafa þær til viðmiðunar þegar við keppum í golfi.

Að gefnu tilefni ætla ég að minnast aðeins á meginregluna sem alltaf gildir um golfleik og það er inngangur að reglu nr. 1 og hljóðar svo:

  • Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggur.
  • Leiktu samkvæmt reglunum og í anda leiksins.
  • Þú ert ábyrg(ur) fyrir að beita sjálfan þig vítum ef þú brýtur reglu, þannig að þú getir ekki hagnast gagnvart mótherja þínum í holukeppni eða gagnvart öðrum leikmönnum í höggleik.

Svo mörg voru þau orð og hér að neðan er nánari útlistun á merkingu þessara orða.

Regla 8, Völlurinn leikinn eins og komið er að honum.

Þegar bolti leikmanns stöðvast verður leikmaðurinn að öllu jöfnu að sætta sig við þær aðstæður sem hafa áhrif á höggið og má EKKI bæta þær áður en boltanum er leikið. Samt má leikmaður framkvæma tilteknar hóflegar athafnir þótt þær bæti þessar aðstæður og undir ákveðnum kringumstæðum má endurgera aðstæðurnar vítalaust, eftir að þeim hefur verið breytt til betri eða verri vegar.

Regla 8.1a, Óleyfilegar athafnir.

Að undanskildum þeim takmörkuðu athöfnum sem leyfðar eru í reglum 8.1b, c og d, má leikmaður EKKI gera neitt af eftirtöldu , ef það bætir aðstæður sem hafa áhrif á höggið:

(1) Hreyfa, beygja eða brjóta:

  • Náttúrulega hluti sem vaxa eða eru fastir,
  • Óhreyfanlegar hindranir, hluta vallar eða vallarmarkahluti, eða
  • Teigmerki á teignum þegar verið er að leika bolta af þeim teig.
  • (2)          Stilla upp lausung eða hreyfanlegri hindrun  (svo sem til að byggja stöðu eða bæta leiklínu).
  • (3)          Breyta yfirborði jarðarinnar, þar á meððal með því að:
  •               *   Leggja torfusnepil aftur í kylfufar.
  •                *  Fjarlægja eða þrýsta niður torfusneplum sem þegar hafa verið lagðir í kylfufar, eða
  •                    öðru torfi sem er þegar á sínum stað, eða Mynda eða afmá holur, ójöfnur eða óslétt yfirborð.
  • (4)          Fjarlægja eða þrýsta niður sandi eða lausum jarðvegi.
  • (5)          Fjarlægja dögg, hrím eða vatn.
  • Víti fyrir brot á reglu 8.1a: Almennt víti (2 högg).

Látum þetta nægja í bili en niðurstaðan er sú að færslur á brautum eru ekki leyfilegar.

Góða skemmtun, mætum tímanlega og virðum reglurnar.

Comments are closed.