Teigur Amigos, rástímar á Vistabella 09.10.2023
Kæru félagar ég minni á að skráningar í mánudagsgolfið eru á mánudag og þriðjudag í vikunni fyrir umferðina sem um ræðir.
Hér að neðan sjáið þið hvaða Golfbox numer hafa borist og ég árétta að við þurfum þau til að geta tekið upp samtímaskráningu árangurs ykkar á vellinum.
Verið er að innleiða greiðslukerfi hjá Vistabella golf og þar af leiðandi gildir það sama um netföngin ykkar, vinsamlega farið yfir netföngin á listanuim hér að neðan og leiðréttið eða upplýsið um þau netföng sem kann að vanta eða hafa ruglast eitthvað. Allt gengur betur ef við höfum upplýsingarnar réttar.
Því miður var ekki pláss fyrir alla gesti að þessu sinni og þar gildir að fyrstur kemur fyrstur fær, gestir falla út eftir því hvenær þeir hafa verið skráðir. Því miður gefur skráningarkerfioð ekki kost á að samþykkja félaga án gesta þannig að þeir sem skráðu sig ásamt gesti geta ekki verið vissir um að gesturinn hafi komist með.
Allt um það njótið mánudagsins og gangi ykkur vel í golfinu.