Teigur amigos, rástímar á Vistabella 04.10.2022, mótaröðin hefst.
Leikmenn athugi að þetta er fyrsta umferð mótaraðarinnar þetta árið. reglur um skráningu og framkvæmd verða birtar hér innan skamms.
Munið að halda leikhraða og miða við hollið á undan ykkur en ekki það sem kemur næst á eftir ykkur. Einnig er ástæða til að minna leikmenn á að ávallt skal spila út á allar holur, ekki er leyfilegt að gefa högg í þessari keppni. “Mulligan” er ekki heldur til hjá okkur. Ef þið eruð í vafa um einhver tilvik þá skráið atburði hjá ykkur og grennslist fyrir um reglur að leik loknum. Njótið leiksins og félagsskaparins. GÓÐA SKEMMTUN.