Teigur amigos, rásröð á Vistabella 27. 02. 2023

Teigur amigos, rásröð á Vistabella 27. 02. 2023

Rásröðin á Vistabella birtist hér að neðan. Vijð viljum biðja félaga að taka tillit til okkar sem útbúum gögn fyrir mótin okkar og ljúka skráningu tímanlega.

Skráningu lýkur á miðvikudagskvöldi fyrir næstkomandi mánudag og vil ég biðja ykkur að virða tímamörkin því það tekur mikinn tíma að bæta við leikmönnum eftir að búið er að raða í holl og útbúa þau gögn sem notuð eru í tengslum við þessi mót. Það er ekki sanngjarnt að ætlast til að sjálfboðaliðar sem gera sitt besta þurfi að margvinna sömu hlutina vegna þess að einhverjir eru seinir að skrá sig, þetta tekur bara litla stund og væri gott að skrá sig í næstu umferð strax og komið er heim að loknum leik, það gerir lífið auðveldara.

Ekki meira um það, breytingar á rásröð og samsetningu ráshópa er ekki leyfilegt nema ef fólk vill skrá sig út úr mótaröðinni í yfirstandandi umferð. Hefja skal leik á settum rástíma og þurfa leikmenn að vera komnir á teig 5 mínútum fyrir tímann og hefja leik áður en 5mínútur eru liðnar frá settum tíma. Ekki má hefja leik fyrir settan tima (sjá reglu 5.3a). Víti fyrir brot á reglunni er frávísun við endurtekin brot, en annars almenna vítið (2 högg) sem skráist á viðkomandi holu.

Þar sem til stendur að við hefjum notkun Golf Box appsins til skráninga og utanumhalds á mótum okkar þá viljum við biðja ykkur um að setja Golf Box númerið ykkar inn í athugasemdir næst þegar þið skráið ykkur inn í mót hjá Teigi, eða sendið okkur það á “emaili”.

Mætum tímanlega og njótum leiksins í sátt og samlyndi.

Comments are closed.