Sumarmót Teigs í Grindavík 23. júní 2022

Sumarmót Teigs í Grindavík 23. júní 2022

Sumarmót Teigs í Grindavík

23. júní 2022 á Húsatóftavelli.


Mótsstjórn: Ellert, Hilmar Helga,  Jóhanna Guðbjörns, Símon.

Punktakeppni: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem fær flesta punkta með forgjöf.

Einnig verða verðlaun veitt fyrir annað og þriðja sæti í báðum flokkum.   

Höggleikur: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem hefur fæst högg án forgjafar..

Ef sami keppandi hlýtur 1. sæti í báðum flokkum skal hann/hún aðeins fá verðlaun fyrir punktakeppni. Sá/sú sem næst kemur í höggleik skal hljóta verðlaunin í þeirri keppni.

Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir að punktum eða höggum að lokinni keppni skal hún/hann sem lék á flestum punktum eða fæstum höggum síðustu 9 holurnar og svo áfram ef þarf.

Niðurstaða mótsins verður tilkynnt í sameiginlegum kvöldverði í lok  móts og fer þá fram verðlaunaafhending.

Ræst verður út kl.  10.00.   Mæting við golfskála er kl. 9.15

Ræst verður út á öllum teigum samtímis.

Mótsstjórn velur sér aðstoðarfólk eftir þörfum. Mótsstjórn ásamt aðstoðarfólki fer yfir skor kort að lokinni keppni.

Mótsstjórn sér um útdrátt nafna í ráshópa

Konur leika á RAUÐUM teigum.

Karlar leika á Bláum  eða GULUM teigum.

Karlar  karlar 70 +  mega leika á rauðum teigum.

 Vinsamlega lagið boltaför á flötum.

Takið upp bolta á leikinni braut ef stefnir í tvöfalt par.

_____________________________________________________

Nándarverðlaun Karla  verða veitt á  18. Braut.

Nándarverðlaun kvenna verða veitt á 7. Braut.

Mótsstjórn  Golfkl. Teigs. 26.maí 2022

Comments are closed.