SUMARMÓT TEIGS
fimmtudaginn 21. júní á Sandgerðisvelli
Golfklúbburinn Teigur heldur sitt árlega ,,Íslandsmót‘‘ fimmtudaginn 21. júní á golfvellinum í Sandgerði. Í þetta sinn verður sú breyting á ,,Íslandsmótinu‘‘, að það verður eins dags mót en ekki tveir dagar eins og undanfarin ár.
Golfvöllurinn í Sandgerði er 18 holu völlur og auðveldur til gangs. Við getum ekki tryggt golfbíla, en sumir okkar félaga eiga golfbíl og munu vafalaust nota þá í mótinu. Þegar nær dregur munum við upplýsa ef einhverjir eru tilbúnir að aðstoða þá sem eiga erfitt með gang.
Mótanefnd mun upplýsa félaga um tilhögun mótsins, rástíma og reglur eftir því sem þurfa þykir og verða þær upplýsingar sendar út á næstunni.
Að loknu golfi verður boðið upp á grillmat í golfskálanum. Verðið fyrir golf og grillmat er 5000- kr. per mann. Makar og aðrir þeir sem vilja mæta á svæðið og vera þátttakendur í grillinu er verðið 3000- kr. per mann.
Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast Eyjólfi Sigurðssyni eyjsig@simnet.is sem fyrst.
Hveragerði 5. júní 2018
Eyjólfur Sigurðsson, formaður