SUMARMÓT GOLFKLÚBBSINS TEIGS
Eins og áður hefur verið tilkynnt fer Sumarmót Teigs fram á Sandgerðisvelli 21. júní.
Skráning er hafin og lýkur um næstu helgi. Skráning er hjá Eyjólfi Sigurðssyni
eyjsig@simnet.is. Þegar hafa um 40 manns skráð sig til leiks, félagar og gestir þeirra.
Þátttaka í golfi ásamt grillveislu eftir golf er 5000 kr. per mann. Fyrir þá sem
ætla ekki að taka þátt í golfi, en vera með í grillinu er kostnaðurinn 3000- kr.
Mótanefnd sendir út upplýsingar um tilhögun mótsins, tímasetningu og röðun í
ráshópa eftir helgina.