Sumargolf,Vetrargolf.Jól og áramót og nýtt ár.
Í gær var leikinn síðasti dagurinn í mótaröðinni okkar í frábæru veðri og sýndist mér allir vera glaðir í leikslok.Alltaf á þessum tíma er jólin nálgast þá er hugurinn mikið heima á Íslandi og margir á leið þangað í faðm ættingja og vina og vill Stjórnin senda öllum félögum óskir um góða ferð og góða heimkomu og um leið óskir til allra um gleðileg Jól og farsælt nýtt ár,og hlakkar okkur til að sjá sem flesta aftur hressa og glaða á nýju ári.
En við sem heima sitjum höldum áfram að spila okkar golf og þið hin getið aðeins öfundað okkur af því,en við byrjum vetrargolfið n.k.þriðjudag 3.desember og eru þrír leikdagar í desember og fjórir í janúar.Skráning er eins og venjulega og verður mjög líklega pláss fyrir alla einnig gesti og er sama verð fyrir meðlimi og verið hefur og gestir greiða 5eur gestagjald
Ég minni á 1.Des.mótið á La Finca,Golf,Galadinner og gisting fyrir þá sem vilja,það er ennþá pláss ef þú bregst við strax,annars missir þú af flottri skemmtun og miklu fjöri.
Gleðilegt Golf
Bergur M Sigmundsson formaður