Stjórnarfundur á Vistabella 30.apríl 2019.
Stjórnarfundur var haldinn á Vistabella og voru nokkur mál á dagskrá og fyrsta málið vað formaður skýrði frá því að samningaviðræður væru í gangi varðandi áframhaldandi leik á vistabella og myndu þau mál vera komin á hreint á allra næstu dögum.Á fundinn voru mætt Bergur M Sigmundsson,Halldór Ingvarsson,Örlygur Geirsson.Hilmar Harðarson,Laila Ingvarsdóttir,Þuríður Jóhannsdóttir,Aðalsteinn Guðnason.
Formaður skýrði frá því að samið hefði verið um leikdaga vetrarins þ.e.desember,og janúar og febrúar 2020,einnig að samið hefði verið um golfdaga í maí 2019
Sumarmót í Sandgerði er sett á dagsetningu 20.júní og er verð fyrir manninn 7500.kr í Golf og Grill en 3000 kr.fyrir þá sem mæta eingöngu í grill
Mojacar ferð verður farin 11-14 nóvember,n,k, og hafa staðfestingar borist frá Bæði Hóteli og Golfvelli með þá dagsetningu.
Skýrsla stjórnar var til umræðu og samþykkt að við gerð næstu skýrslu stjórnar yrði hun send öllum stjórnarmönnum til yfirlestrar áður en hún yrði gefin út og frágengin,
Samþykkt var að taka boði Níelsar Karlssonar um að hann sæi um að nýliðar gætu tengst heimasíðu Teigs ef beiðni um það bærist.
Rætt var um að gjalddagi félagsgjalda yrði 1.janúar ár hvert og aðeins rætt um fjölgun félaga og brottfall eldri félaga
Bergur M Sigmundsson
Formaður