Stjórnarfundur 6.apríl
Mætt voru Laila Ingvarsdóttir,Bergur M Sigmundsson,Aðalsteinn Guðnason Símon Aðalsteinsson Örlygur Geirsson ,Þuríður Jóhannsdóttir,Grímur valdimarsson og Halldór Yngvarsson.
Rætt var um ferðina til Mojacar og þar sem formaður verður ekki á staðnum mun varaformaður Grímur Valdimarsson sjá um hans hlutverk.
Örlygur Geirsson gjaldkeri mun fara yfir fjármál og stöðuna á fundinum og Símon,Hermann og félagar munu sjá um rekstur golfmótsins.
Formaður skýrði frá því að breytingar hefðu orðið á þáttökulista og er eins og sumir kunni ekki að virða tímamörk og samþykkt að þéttara yrði tekið á þeirri hlið í framtíðinni.
Pantanir herbergja eru frágengnar og öll gögn komin til hótelsins
Gjadkeri renndi yfir stöðu fjármála og stendur klúbburinn mjög vel.
Grími var falið að hafa samband við forritara sem hann þekkir og kanna kaup á forriti og tölvu fyrir mótanefnd til þess að auðvelda útreikninga móta,breytingu forgjafar,og létta mótanefnd allt utanumhald.
Samþykkt var að vera ekkert að hringjla með verðlaunaafhendingu verðlauna og halda sig við gamla fyrirkomulagið.
Fleira ekki gert og fundi slitið,undirritað af stjórn.