Starfsáætlun fyrir 2023
Starfsáætlun fyrir 2023.
Það verður nóg að gera á árinu 2023. Leikdögum hefur verið fjölgað um 17 skipti, er þá pláss fyrir 32 leikmenn. Breytingin er að spilað er á mánudögum en ekki þriðjudögum. Það má sjá leikdagana hér í viðhengi
Guðmundur Borgþórsson mun sjá um skráningu fyrir mánudagana ásamt mótanefnd.
Hjörtur Björgvin Árnason sér um leikdagana þegar það eru 32 leikmenn.
Sumarmót verður í sumar að Hamri í Borganesi 19. Juni. (mánudag). Við erum komnir með gott tilboð frá hótelinu, með að spila einn dag, gisting og matur.
Við sendum út nánar um þetta í byrjun ársins.
Um haustið byrjar starfsemin aftur hjá okkur og er fyrsti leikdagur 04 sep. Mótaröðin hefst svo 02. okt og lýkur 27, nóv.
Ákveðið hefur verið að vorferðin okkar verði 17.-20. april til Mojacar. Í athugun er með haustferðina hvort verður farið til Mojacar eða einhver annar staður valinn.
Reynt verður að fara saman út að borða eins og gert var á þessu ári að vori og hausti.
Fyrir hönd stjórnar:
Guðlaugur Jónsson.