Skráning í væntanlega viðburði hjá Teigi.

Skráning í væntanlega viðburði hjá Teigi.

Meistaramót Teigs verður haldið 19.nóvember á Font De Loop vellinum og er fyrsti rástími kl 11.10,verð 94 evrur fyrir tvo með bíl.Allir sem áhuga hafa á að taka þátt skrái sig á Síðunni okkar á dagsetninguna 19.nóv.

Daginn eftir eða þann 20.nóvember verður aðalfundur Teigs haldinn í Sport Complex í La Marina kl 17.00 .Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og fundarstjóri verður Eyjólfur Sigurðsson.Verðlaunaafhendingar fyrir árangur ársins verða í höndum Mótanefndar að fundi loknum.

Eftir Aðalfundinn sirka kl.18.30 verður borðhald þar sem veitingakonan Helena Böðvarsdóttir og hennar fólk bjóða uppá: Lambaskanka eða Lax með saffran síðu og í eftirrétt er heit Eplakaka með ís eða Ostakaka og 1/2 flaska vín á mann eða sambærilegt ,verðið er 20 evrur á mann og geta meðlimir tekið með sér gesti,skráning er nauðsynleg sem allra fyrst og aðeins að slá inn 20 nóvember á Síðunni og skrá sig og gesti sína.

Koma svo og fjölmennið í skemmtilegum félagsskap og skrá sig sem fyrst

Bergur M Sigmundsson

Formaður

Comments are closed.