Skráning í Mojacar ferðina hefst 10.mars og lýkur 5.apríl.
Skráning í ferðina okkar til Mojacar hefst þriðjudaginn 10.mars og lýkur 5.apríl,eftir það verður ekki tekið við skráningum.Sráning fer eingöngu fram á síðunni okkar en ef fólk lendir í vandræðum þá má leita til Páls í palleinars@hotmail.com eða Jóhönnu í vellir3@gmail.com.
Allir meðlimir sem panta fyrir sína gesti eru ábyrgir fyrir greiðslum gesta sinna bæði gistingu og eða golf,hafi greiðsla ekki borist fyrir lokafrest telst pöntun ógild.
Af gefnu tilefni þá ber að taka fram að við pöntun þá verður að merkja við þannig að hjón skrái 1 tveggja manna herbergi og merki 0 við eins manns herbergi og svo öfugt einstaklingur merki 1 við eins manns herbergi og 0 við tveggja manna herbergi.
Mér hefur verið sagt að margt nýtt við golfvöllinn eigi eftir að koma á óvart og verður gaman að sjá það og svo spáir einstaklega vel þessa viku sem við dveljum í Mojacar