Skráning í golf á Vistabella
Kæru félagar, vinsamlega athugið að ekki er tekið við skráningum á annarri dagsetningu en næsta mót fer fram á. Einhver brögð hafa verið að því að félagar hafa skráð sig lengra fram í tímann en það gengur ekki. því bendi ég ykkur á það að ef þið hafið skráð ykkur lengra fram í tímann þá eru þær skráningar ekki virkar og þið þurfið að skrá ykkur í næsta mót (25. okt.) í þessari viku. Hafið einnig hugfast að skráningu lýkur á föstudagskvöldi kl 22.00 fyrir leikdag næsta þriðudag á eftir. Það er ekki gott að vera að breyta rásröð eða verða við öðrum óskum eftir að skráningu lýkur.