Sigurvegarar 26.febr

Sigurvegarar 26.febr

Leikið var í gær í ágætisveðri og komust færri að en vildu,í fyrsta skifti sem ég veit um gerðist það að athugasemd var gerð við klæðaburð meðlims og ræddi ég það við klúbbinn ásamt því að ég gerði alvarlegar athugsaemdir við að ekki skildu vera til bílar fyrir tvö síðustu hollin,var mér lofað því að þetta kæmi ekki fyrir aftur.

En úrslitin voru þannig að í fyrsta sæti kvenna var Unnur á 36.punktum,Emelía í öðru á 33 og Laila í þriðja á 30.

Hjá körlunum voru úrlitin þannig að í fyrsta sæti varð Níels á 40 punktum(stórefnilegur unglingur) Sigurður An í öðru á 33.punktum og hinn síungi Skarphéðinn í þriðja á 30.punktum.

Bergur

Comments are closed.