Reglur , breyting á gestafjölda

Reglur , breyting á gestafjölda

Kæru félagar á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að takmarka gestafjölda, þetta var gert þar sem klúbburinn telur nú 150 félaga. Frá og með áramótum verður sú regla viðhöfð að hver félagi má senda bókunarbeiðni fyrir einn gest, þetta á líka við um ferðir á vegum klúbbsins vor og haust.

Mótanefnd vill ítreka breytingu á gjaldskrá fyrir þá sem ekki greiða með greiðslulink frá Vistabella. 5 evrur bætast við umsamið gjald þ.e. 60 evrur golf og 14 evrur 1/2 bíll. Ef einhverjir eiga í erfiðleikum með að nota greiðslulink erum við og starfsmenn Vistabella tilbúin að aðstoða.

Teigur mun hætta innheimtu gestagjalda en Vistabella mun taka upp þann sið. Gjald gesta verður misjafnt eftir árstíma eins og kom fram á aðalfundi á liðnu hausti.

Fyrir hönd mótanefndar sendi ég ykkur okkar bestu jóla-og áramótakveðjur.

Sigga

Comments are closed.