Ný forgjöf

Ný forgjöf

Sælir félagar,

Sérhver klúbbfélagi á nú að hafa fengið upplýsingar í tölvupósti um nýja og hugsanlega breytta (hærri) forgjöf hér á Spáni. Skilyrðið um að félagi verði að hafa tekið þátt í 3 mótum fyrir mánaðarmót okt/nóv gerir það að verkum að forgjafir margra taka ekki breytingum. Einungis var skoðuð hækkun forgjafar nú, enda er hugsanleg lækkun alltaf skoðuð eftir hvert mót.

Lesa má fundagerðir mótanefndar (sem nú heitir Móta- og forgjafnefnd) hér á vefnum (sjá Útgefið efni í valmyndinni Teigur).

 

Níels Karlsson

formaður móta- og forgjafanefndar

Leave a Reply