Mótaröðin byrjar 30.September og af því tilefni skulum við rifja aðeins upp spilareglur á Vistabella
1 Mæling næstur holu er eingöngu á flöt.
2 Varabolti– til að flýta leik skal slá varabolta ef leikmaður telur boltan týndan ef fyrri bolti finnst ber að nota hann, finnist hann ekki nota varabolta + eitt víti.
3 Völlurinn er í fínu standi og því eingöngu leyfðar færslur á snögg-sleginni braut 1 fet/skorkort
4 Á fyrstu braut eru vallarmörk vinstra megin stígurinn og fari bolti yfir stíginn er hann úr leik (out of bounds) sama á við fyrir aftan flötina. Á fimmtu braut er líka out of bounds vinstra megin.
5 Ef bolti lendir í “blámerktu” má færa án vítis stysta leið út ekki nær holu. Ef bolti lendir í rauðu má slá ef sláanlegur annars færa tvær kylfulengdir +eitt víti.
6 Þegar slegið er yfir vatnstorfæru og bolti lendir í vatni má færa sig nær vatninu og slá + eitt víti. Ef vatnstorfæran er merkt með rauðu og boltinn fer yfir og lekur þaðan í vatnið má slá þeim megin + eitt víti, þetta á ekki við ef vatnstorfæran er merkt gul.
7 Vindhögg er högg og á að telja með.
8. Ef bolti lendir í óræktinni (brúni sandurinn/ekki bönker) er hann sleginn þar, en ekki færður uppá gras. Ef boltinn lendir í vatnsrás má færa vítislaust.
9 Ef ágreiningur kemur upp klárið bara holuna og “dómari” ákveður að loknum leik.
Bestu kveðjur og von um gott golf
Mótanefnd.