Mojacar ferðin frábær

Mojacar ferðin frábær

Ferð Teigs til Mojacar þetta skiftið var algjörlega frábærlega vel heppnuð og skemmtileg,við fengum mjög gott veður,hótelið var eins og vanalega gott,maturinn fínn,golfið betra hjá sumun en lakara hjá öðrum,golfstjörnur urðu til og flestir ætla að gera betur næst.Móttökurnar við meðlimi og gesti frá bæði Hóteli og Golfklúbbi voru í einu orði sagt frábærar og er það eingöngu ykkur félögunum sjálfum að þakka með framkomu á undangengnum árum.

Það er búið að undirstinga heimsókir á næsta ári og hlakka þau til að fá okkur aftur og var virkilega gotta finna þá velvild í okkar garð

Allur undirbúningur og skipulagning allra þessara uppákoma kostar mikla vinnu og get ég ekki orða bundist öðruvísi en að þakka enn og aftur fyrir þetta óeigingjarna starf.

Ný stjórn var kosin á fundinum en hana skipa Bergur M Sigmundsson formaður,Páll Einarsson varaformaður,meðstjórnendur:Laila Ingvarsdóttir,Jóhanna Guðbjörnsdóttir,og Halldór J Ingvarsson,varastjórn:Þuríður Jóhanssdóttir og Magni Jóhannsson,skoðunarmaður Sigurður Ananíasson.

Tillaga um óbreytt árgjald samþykkt.Starfsáætlun 2020 samþykkt.,Tillögu um inntöku skilyrði vísað til stjórnar,Reikningar samþykktir,Engar umræður fóru fram um reikninga né skýrslu stjórnar

Síðan tók Laila Ingvarsdóttir formaður mótanefndar við og afhenti verðlaun fyrir Mojacar mótið er er það tíundað annarsstaðar og undir liðnum önnur mál voru félögunum Lúðvíki Björnssyni og Þorsteini Stígssyni veitt innganga í klúbbinn með samþykki fundarins.

Síðan þakkaði formaður Eyjólfi Sigurðssyni góða fundarstjórn og fundi slitið.

Þeim félögum sem gengu úr stjórn nú:Grími Valdimarssyni,Örlygi Geirssyni og Aðalsteini H Guðnasyni verða veittar viðurkenningar fyrir frábær störf á næsta þriðjudegi 19.nóvember uppi á Vistabella eftir leik.

Bergur M Sigmundsson

Comments are closed.