Font Del Llop – keppnisskilmálar
19. nóvember 2020 á Font Del Llop golfvellinum
Punktakeppni með forgjöf: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem fær flesta punkta. Einnig verða verðlaun veitt fyrir annað og þriðja sæti í báðum flokkum.
Höggleikur án forgjafar: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem hefur fæst högg án forgjafar.
Ef sami keppandi hlýtur 1. sæti í báðum flokkum skal hann/hún aðeins fá verðlaun fyrir höggleikinn. Sá/sú sem næst kemur í punktum skal hljóta verðlaunin í þeirri keppni.
Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir að punktum eða höggum að lokinni keppni sigrar hún/hann sem lék á flestum punktum eða fæstum höggum síðustu 9 holurnar, ef enn er jafnt reiknast síðustu sex og ef enn er jafnt reikna síðustu þrjár. Dugi það ekki skal varpa hlutkesti.
Niðurstaða mótsins verður tilkynnt í lok aðalfundar 20. nóvember 2020 og fer þá fram verðlaunaafhending.