Lífsins gangur – Tilkynning
Kæru félagar í Teigi.
Þannig var að þegar samið var við Vistabella golfvöllinn um leikdaga og tíma árið 2021 var af hálfu Teigs lögð fram áætlun um leikdaga á föstudögum þar sem þriðjudagarnir voru ekki í boði. Ennfremur var tiltekið hver fjöldi rástíma gæti verið á hverjum leikdegi.
Tilkynning barst skömmu síðar frá bókunaraðilum á Vistabella að föstudagurinn 22. október gæti ekki orðið leikdagur.
Eftir skoðun var fallist á að miðvikudagurinn 20. október yrði að vera leikdagur yfirstandandi viku. Áætluninni var breytt í samræmi við þetta, en einhvernveginn æxluðust mál þannig að breytingin kom ekki fram á planinu sem birt var á heimasíðunni og við fórum síðan eftir við bókanir og nú stöndum við í þeim sporum að enginn hefur bókað sig á Vistabella í dag en umframeftirspurn er eftir rástímum á föstudaginn, en þeir falla því miður niður.
Þetta flokkast undir mannleg mistök sem ég verð því miður að biðjast mikillar afsökunar á fyrir hönd stjórnar Teigs.
Þessu verður því miður ekki breytt og vil ég af því tilefni biðja félaga að anda með nefinu og fara ekki að gera dauðaleit að blóraböggli, þið getið bara kennt mér um þetta, enda kom ég hvergi nærri málinu.
Berum höfuðið hátt og berum okkur vel, bókum okkar tíma næsta leikdag, föstudaginn 29. október og hittumst þá á Vistabella, spilum okkar golf og njótum lífsins.
Föstudaginn 29. október eru 24 rástímar til reiðu.