Leikfyrirkomulag n.k. fimmtudaga.

Leikfyrirkomulag n.k. fimmtudaga.

Svona rétt til að breyta aðeins til hjá okkur þá eru hér “örlitlar” útskýringar á leikfyrirkomulagi komandi fimmtudaga.

Betri bolti, fimmtudaginn 4. apríl.

Tveir leikmenn leika saman í betri bolta.  Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða.  Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið og kemur þaðan heitið Betri bolti.  

Greensome, fimmtudaginn 11. apríl.

Tveir leikmenn leika saman í greensome. Báðir slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Eftir það er slegið til skiptist, sá sem átti teighöggið sem var ekki valið slær þá annað höggið og svo koll af kolli þangað til leikmenn klára holuna.

Texas Scramble. fimmtudaginn 25. apríl.

Í Textas Scramble leika tveir leikmenn saman í liði.  Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið.  Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið.  Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna.  Texas Scramble er oft spilað með forgjöf og hefur fyrirkomulagið notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, enda eru mörg af fjölmennustu mótum golfklúbba einmitt Texas Scramble mót.

Kveðja frá mótanefnd. 

Comments are closed.