Íslandsmót Teigs Golfklúbbs í Sandgerði
21. júní 2018 á Kirkjubólsvelli
Mótsstjórn: Bergsveinn, Níels, og Símon.
Punktakeppni: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem fær flesta punkta með forgjöf samtals. Einnig verða verðlaun veitt fyrir annað og þriðja sæti í báðum flokkum.
Höggleikur: Fyrsta sæti hlýtur hún/hann sem hefur fæst högg án forgjafar.
Ef sami keppandi hlýtur 1. sæti í báðum flokkum skal hann/hún aðeins fá verðlaun fyrir punktakeppni. Sá/sú sem næst kemur í höggleik skal hljóta verðlaunin í þeirri keppni.
Verði tveir eða fleiri efstir og jafnir að punktum eða höggum að lokinni keppni skal hún/hann hljóta 1. sæti sem lék á flestum punktum eða fæstum höggum síðustu 9 holurnar.
Niðurstaða mótsins og verðlaunaafhending fer fram að lokinni Grillveislu.
Mæting við golfskála er kl. 10,30 og ræst verður út á alla teiga um kl. 11,00.
Mótsstjórn velur sér aðstoðarfólk eftir þörfum. Mótsstjórn ásamt aðstoðarfólki fer yfir skorkort að lokinni keppni.
Mótsstjórn sér um útdrátt nafna í ráshópa.
Konur leika á RAUÐUM teigum – Karlar leika á RAUÐUM eða GULUM teigum.
Vinsamlega lagið boltaför á flötum.
_____________________________________________________
Nándarverðlaun verða veitt.
Mótanefnd Golfkl, Teigs.