Hópakeppni Golfarans og Stöð 2

Hópakeppni Golfarans og Stöð 2

Hér kemur tilkynning frá Golfaranum og Stöð 2.  Teigur tekur þátt í hópakeppninni og keppa Hjörtur og Stefanía fyrir okkar klúbb. Við hvetjum félagsmenn til að koma og fylgjast með.

Kæri kylfingur, takk fyrir að taka vel í að taka þátt í hópakeppni Golfarins.

Í þáttunum í sumar fáum við 8 golfhópa til að keppa sín á milli. Auðvitað er þetta fyrst og fremst til gamans en vissulega fylgir öllu gamni einhver alvara 🙂 Eins og rætt hefur verið við ykkar fulltrúa fer keppnin þannig fram að tveir hópar keppa sín á milli. Leikin verður ein hola og það lið sem fer á færri höggum ber sigur úr býtum. Dregið verður í hópa og tveir fulltrúar hvers hóps slá til skiptis. Er mikill munur er á milli forgjafar leikmanna reynum við að jafna leikinn með því að sá hópur sem er með hærri forgjöf fái að slá fleiri högg.
Fjórir hópar munu komast áfram í keppninni og þurfa því að mæta aftur seinna í sumar. Keppendur í seinna skipti þurfa ekki að vera þeir sömu og kepptu fyrst. Við munum freista þess að taka upp undanúrslit og úrslit á sama tíma – þannig að í mesta leiti þarf hver hópur að mæta tvisvar sinnum.
Til að keppnin verði sem skemmtilegust og líflegust væri gaman ef sem flestir úr hópnum gætu komist í tökurnar til að styðja sinn hóp áfram. Enn skemmtilegra væri ef hópurinn mætti í bolum eða treyjum merktum hópnum ef slíkt er til.
Við stefnum á að tökur fari fram föstudaginn 2. júní kl. 20:00 á 5. holu á Leirdalnum, aðalvelli GKG. Við gerum ráð fyrir að tökurnar taki alls 2 klukkustundir. Eftir að tímasetning er ákveðin er mjög mikilvægt að allir séu stundvísir svo allt gangi sem best.
Auk heiðursins verða einhver smávægileg verðlaun í boði frá styrktaraðilum þáttarins.
VInsamlegast áframsendu innihald þessa pósts á hópinn svo sem flestir séu upplýstir.
Kveðja,
HLYNUR SIGURÐSSON
Comments are closed.