Hætt við þriðjudagsmót 20. nóv. 2018

Hætt við þriðjudagsmót 20. nóv. 2018

Vegna ástands Vistabella vallarins eftir tveggja daga rigningu voru engir golfbílar leyfðir, hvorki á brautum né vegum. Þá hafði klúbburinn ekki nema 6 kerrur til útleigu. Því var hætt við mótið í dag. Slæmt var að forráðamenn vallarins skyldu ekki láta stjórn Teigs vita með fyrirvara. Engu að síður spiluðu þó nokkrir félagar golf gangandi með eigin kerrur eða í láni. Veður var gott sem og spilamennskan hjá flestum og gangan hressandi. Læt nokkra myndir fylgja.  Hvet þá félagsmenn sem ætla að skrá sig í næsta mót að gera það á vefnum.

Leave a Reply