Golfmót föstud. 14. október

Golfmót föstud. 14. október

Ágætu félagar,

Næsta föstudag (14. okt.) verður aukamót utan mótaraðar hjá okkur. Fyrirkomulagið verður Texas Scramble með forgjöf. Þá leika tveir kylfingar saman í liði og fer leikurinn þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið. Þannig gengur leikurinn fyrir sig þar til boltinn er kominn í holuna. Um er að ræða höggleik og er forgjöf liðsins fengin með því að deila með fimm upp í samanlagða vallarforgjöf kylfinganna. Hvert lið fær því eitt sameiginlegt skorkort.  Konur leika af rauðum teigum en karlar af bláum teigum. Við fáum pláss fyrir 32 leikmenn og er fyrsta holl ræst út kl. 13.40. Hægt er að bóka sig strax í dag (mánud.) og lýkur skráningunni miðvikudaginn 12. okt. kl. 22. Verðlaun verða veitt með sama hætti og í mótaröðinni.

Comments are closed.