Golfmót fimmtudaginn 10. nóv. 2022
Ágætu félagar,
Næsta fimmtudag (10. nóv.) verður aukamót utan mótaraðar hjá okkur. Fyrirkomulagið verður 4 manna Texas Scramble með forgjöf. Þá leika fjórir kylfingar saman í liði og fer leikurinn þannig fram að allir leikmenn slá af teig og velja síðan besta teighöggið. Því næst slá allir af þeim stað og velja svo aftur besta höggið. Þannig gengur leikurinn fyrir sig þar til boltinn er kominn í holuna. Skylt er að velja að minnsta kosti tvö teighögg frá hverjum liðsmanni. Um er að ræða höggleik og er forgjöf liðsins fengin með því að deila með átta upp í samanlagðar vallarforgjafir kylfinganna. Þó má forgjöf liðsins aldrei vera hærri en lægsta forgjöf liðsmanns. Hvert lið fær því eitt sameiginlegt skorkort. Konur leika af rauðum teigum en karlar af bláum teigum. Við fáum pláss fyrir 32 leikmenn og er fyrsta holl ræst út kl. 13.40. Hægt er að bóka sig frá laugardagsmorgni 5. nóv og lýkur skráningunni mánudaginn 7. nóv. kl. 20. Fyrstir koma, fyrstir fá. Þar sem um er að ræða mót utan mótaraðar verður reynt að verða við óskum félaga um niðurröðun í holl (t.d. makar saman í liði). Veitt verða verðlaun fyrir 2 fyrstu sætin.