Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

Leikdagur: Þriðjudagurinn 9. október 2018

Golfvöllur: Vistabellavöllur

Veður: Þrumur og eldingar snemma morguns og rigndi töluvert. Þegar leið á morguninn dró úr hamagangnum og veður stilltist. Gekk þó á með skúrum og rigndi töluvert úr þeim. Létti til þegar leið á daginn, hiti 25°.

Golfið – Um fjörtíu voru skráð til leiks og forföll lítil. Almennt gekk golfið vel þrátt fyrir risjótt veður og allir héldu út til loka.

Þátttakendur – Arnbjörg Guðbjörnsd. – Emelía Gústafsdótir – Jóhanna Guðnadóttir – Helga Emilsdóttir – Laila Ingvarsdóttir – Skarphéðinn Sigursteinsson – Áki Jónsson – Grímur Valdimarsson – Aðalsteinn H. Guðnason – Eyjólfur Sigurðsson – Hans B. Guðmundsson – Bergur M. Sigmundsson – Bjarni Jónsson – Sigurður Ananíasson – Páll Einarsson – Sigurjón Óskarsson – Skúli Sigurðsson – Örlygur Geirsson – Jón Rafn Antonsson – Kári Þórisson – Snorri Gestsson – Pétur Gíslason – Sigurður Njálsson – Bergsveinn Símonarson – Hilmar Harðarsson – Halldór J. Ingvarsson – GESTIR: Ása Helga Halldórsdóttir – Ragna Valdimarsdóttir – Vilhjálmur Hafberg – Finnur Jóhannesson – Sigríður Gylfadóttir – Andrés Sigmundsson – Hilmar Helgason – Bjarni Jensson – Ingvi Árnason.

Úrslit: Í kvennaflokki sigraði Emelía Gústafsdóttir, hlaut 36 punkta. Í öðru sæti varð Laila Ingvarsdóttir, hlaut 33 punkta. Í þriðja sæti varð Helga Emilsdóttir hlaut 22 punkta. Í karlaflokki sigraði Sigurður Ananíasson, hlaut 36 punkta. Í öðru sæti varð Kári Þórisson hlaut 36 punkta. Í þriðja sæti varð Hilmar Harðarson, hlaut 36 punkta. Þar sem allir þrír efstu hluta sama punktafjölda varð að skera úr um sæti samkvæmt golfreglum og varð röðin eins og að framan greinir. Nándarverðlaun á annarri braut hlaut Sigurður Ananíasson, var 1.67 m frá holu.

Haustferðin til Mojacar – Skráning er í fullum gangi og allar líkur til þess að fullt verði í golfmótið í Mojacar. Ferðin verður 12. – 15. nóvember. Við munum halda aðalfund klúbbsins á fimmtudagskvöld 14. nóv. á hótelinu. Verðið fyrir tveggjamanna herbergi, morgunmat og kvöldverð € 170 – Fyrir einsmanns herbergi (sami pakki) € 140. Skráning hjá Eyjólfi Sigurðssyni eyjsig@simnet.is

Næsti leikdagur – Nú verður leikið á mánudegi 15. október, aðeins í þetta eina skipti verður leikið á mánudegi í haust. Skráning hjá Bergsveini Símonarsyni bergsveinn45@gmail.com fyrir föstudagskvöld.

El Valle 10. okt. 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply