Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

Leikdagur: Þriðjudagurinn 2. október 2018

Því miður kemur fyrsta Fréttabréf Teigs á nýbyrjuðu leiktímabili seinna en venja er og í styttra lagi. Skýringin er sú að ég var fjarverandi og mætti ekki til leiks síðasta þriðjudag.

Þátttaka í golfi – Félagar og gestir voru alls 32 og fylltu þann kvóta sem samið hafði verið um.

Úrslit: Í kvennaflokki varð í fyrsta sæti Emelía Gústafsdóttir, hlaut 36 punkta. Í öðru sæti varð Laila Ingvarsdóttir, hlaut sama punktafjölda eða 36. Þar sem Emelía hafði fleiri punkta á seinni 9 holunum hlaut hún fyrsta sætið. Í þriðja sæti varð Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, hlaut 28 punkta.

Í karlaflokki varð í fyrsta sæti Sigurjón Óskarsson, hlaut 39 punkta. Jafnir í öðru sæti urðu Hilmar Garðarsson og Grímur Valdimarsson hlutu 33 punkta. Hilmar var með betra skor á seinni 9 holunum og hlaut því annað sætið.

Næstur holu varð Grímur Valdimarsson. Ræsar voru Bergsveinn Símonarson og Bergur Sigmundsson.

Skráningu fyrir næsta leikdaga, þriðjudaginn 9. október er lokið þegar þetta Fréttabréf kemur út. Ráshópar hafa verið tilkynntir og er kvótinn 40 leikmenn þegar fullur.

Haustferðin til Mojacar – Skráning í ferðina 12. – 15. nóvember er hafin og sér undirritaður Eyjólfur Sigurðsson um skráningu – eyjsig@simnet.is Þegar hafa um 30 manns skráð sig til þátttöku.

Sjáumst á morgun á Vistabella vellinum.

El Valle 8. október 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply