Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF
Leikdagur: Þriðjudagurinn 27. apríl 2018
Golfvöllur: Vistabella-völlur – Vallargjöld 41€ (innif. golfbíll)
Veður: Nú brá til hins betra, smá strekkingur og hiti 14° þegar golfið hófst. Dró úr vindi um hádegisbilið og hitinn fór í 23°. Frábært golfveður.
Mætt til leiks: Helga Emilsdóttir, Laila Ingvarsdóttir, Sigrún B. Magnúsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, Jenny Johansen, Ólína Geirsdóttir, Bergur M. Sigmundsson, Pétur Gíslason, Hans B. Guðmundsson, Níels Karlsson, Ólafur I. Friðriksson, Skúli Sigurðsson, Hlöðver Jóhannsson, Sveinbjörn Björnsson, Örlygur Geirsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Halldór Jóel Ingvason, Jóhannes Jónsson, Skarphéðinn Sigursteinsson, Hilmar Harðarson, Sigurjón Óskarsson, Aðalsteinn Guðnason, Grímur Valdimarsson, Jón Rafns Antonsson, Skúli Guðmundsson, Bergsveinn Símonarson og Magnús G. Pálsson. GESTIR: Guðrún Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Vilhjálmur Hafberg, Jón Halldórsson, Guðmundur Ágúst Pétursson, Gunnlaugur Ragnarsson og Óskar Þór Sigurðsson.
Golfið: Ræsir var Bergsveinn Símonarson og gekk vel að koma golfhópum af stað. Því miður eins og oft áður þá dróst golfið á langinn og skapaðist bið á nokkrum teigum. Það tók um 5 klst fyrir suma golfhópa að ljúka golfinu og er það of langur tími.
Úrslit: Sigurvegari í kvennaflokki varð Sigrún B. Magnúsdóttir, hlaut 33 punkta. Í öðru sæti varð Sigurbjörg Jóhannesdóttir, hlaut 31 punkt. Í þriðja sæti varð Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, hlaut 28 punkta. Í karlaflokki sigraði Bergur M. Sigmundsson, hlaut 34 punkta. Í öðru sæti varð Jóhannes Jónsson, hlaut 31 punkt. Í þriðja sæti varð Skúli Sigurðsson, hlaut 29 punkta.
Vorferðin til Mojacar – Formaður Eyjólfur Sigurðsson sagði frá heimsókn sinni til Mojacar til að fara yfir stöðu mála og sjá um að allt væri í eðlilegum farvegi. Eins og tilkynnt hafði verið var ákveðið að brjóta upp vistina á hótelinu kvöldið 17. apríl og fara á veitingahús á ströndinni í Mojacar. Veitingastaðurinn sem við höfum heimsótt áður, og hefur tekist með ágætum er hættur starfsemi. Við því hefur verið brugðist og samningar hafnir við annan stað. Ekki er nein ástæða til að hafa áhyggjur, við leysum málið. Formaður ásamt Gunnlaugi Ragnarssyni spiluðu Marina-völlinn og reyndist hann í ágætu standi. Það sem betur gæti farið var rætt við vallarstjórn og verður bætt úr því. Nær uppselt er í ferðina, við pöntuðum 50 herbergi og eru 49 þegar pöntuð. Við ljúkum því endanlegri skráningu í þessari viku. Nokkrir þátttakendur eiga enn eftir að greiða ferðakostnaðinn og verða viðkomandi að hafa samband við gjaldkera Örlyg Geirsson í síðasta lagi 3. apríl.
Næsti leikdagur: Þriðjudagurinn 3. apríl er næsti leikdagur Teigs. Skráning til þátttöku er hafin. Bergsveinn Símonarson sér um skráningu félaga bergsveinn@gmail.com til fimmtudagskvölds. Eftir það hefst skráning gesta.
El Valle 27. mars 2018