Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF
Leikdagur: Mánudagurinn 19. mars 2018
Golfvöllur: Vistabella-völlur – Vallargjöld 41€ (innif. golfbíll)
Veður: Frekar kalt framan af 10° hiti, lagaðist um miðjan daginn og fór hitinn í 17°, en versnaði síðan aftur og kólnaði. Veðurlagið síðustu daga hefur verið mjög óvenjulegt, hvasst, skúrir og frekar kalt. Vonandi stendur þetta til bóta.
Mætt til leiks: Hans B. Guðmundsson, Helga Emilsdóttir, Magnús G. Pálsson, Skúli Sigurðsson, Ásta K. Jónsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Aðalsteinn Guðnason, Guðmundur Þ. Agnarsson, Skúli Guðmundsson, Eyjólfur Sigurðsson, Skarphéðinn Sigursteinsson, Örlygur Geirsson, Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Guðnadóttir, Ólína Geirsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Halldór Jóel Ingvason, Sveinbjörn Björnsson, Bergsveinn Símonarson, Grímur Valdimarsson, Jóhannes Jónsson og Jón Rafns Antonsson. GESTIR: Guðrún Guðmundsdóttir, Karl Hólm, Jón Halldórsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Vilhjálmue Hafberg, Óskar Þór Sigurðsson. Einn gestur sem hafði skráð sig mætti ekki til leiks.
Golfið: Ræsir var Bergsteinn Símonarson. Ræsing gekk vel, allir til staðar þegar þeir áttu að vera mættir. Eins og oft áður, þá var töluverð bið á teigum fyrst og fremst vegna þess að golfarar þráast við að taka upp, þrátt fyrir að allir möguleikar á punktum séu búnir á sumu brautum.
Golfreglur: – Ljóst er að of margir fara frjálslega með golfreglurnar og er það óviðunandi. Það er því ástæða til að mælast til þess við Mótanefnd klúbbsins að hún haldi stutta fundi og fari yfir helstu golfreglur ekki síst fyrir mótið í Mojacar.
Úrslit: Í kvennaflokki sigraði Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, hlaut 30 punkta. Í öðru sæti varð Ólína Geirsdóttir, hlaut 22 punkta. Í þriðja sæti varð Helga Emilsdóttir, hlaut 22 punkta. Í karlaflokki sigraði Jóhannes Jónsson, hlaut 33 punkta. Í öðru sæti á jafn mörgum punktum varð Grímur Valdimarsson. Í þriðja sæti varð Skúli Guðmundsson, hlaut 30 punkta. Nándarverðlaun hlaut Bergsveinn Símonarson, var 12,9 m frá holu.
Vorferðin til Mojacar: Eins og tilkynnt hefur verið, þá höfðu félagar forgang á skráningu í golf í Mojacar til 15. mars. Nú er sá tími liðinn og hefur verið opnað fyrir skráningu gesta í golf. Þegar eru nokkrir gestir skráðir. Enn er möguleiki á skráningu í golf fyrir örfáa. Þá er enn möguleiki á að skrá sig í gistingu. Skráningu í vorferðina lýkur 5. apríl. Flestir þátttakendur hafa þegar greitt þátttökugjald, en þeir sem enn eiga óuppgert eru vinsamlega beðnir að hafa samband við gjaldkera Örlyg Geirsson sem fyrst.
Eindagi árgjalda er 1. apríl: Enn eiga nokkrir eftir að greiða árgjald fyrir starfsárið 2018, – 35€. Nokkrir hafa haft samband og munu greiða á næstu dögum. Þeir aðrir sem ekki hafa haft samband en eiga ógreidd árgjöld verða að ganga frá sínum málum fyrir 1. apríl, annars er hætt við að viðkomandi missi félagsréttindi sín.
Næsti leikdagur: Þriðjudagurinn 27. mars er næsti leikdagur Teigs. Skráning til þátttöku er hafin. Bergsveinn Símonarson sér um skráningu félaga bergsveinn@gmail.com til fimmtudagskvölds. Eftir það hefst skráning gesta.
El Valle 20. mars 2018
Eyjólfur Sigurðsson, formaður