Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF
Leikdagur: Þriðjudagurinn 13. mars 2018
Golfvöllur: Vistabella-völlur – Vallargjöld 41€ (innif. golfbíll)
Veður: Logn og blíða, sólarlaust um morguninn en síðan brutust geislar hennar í gegn. Hiti var 11° þegar gofið hófst, en fór í 22° er leið á daginn.
Mætt til leiks: Eyjólfur Sigurðsson, Grímur Valdimarsson, Hilmar Harðarson, Skarphéðinn Sigursteinsson, Bergur Sigmundsson, Jón Rafns Antonsson, Örlygur Geirsson, Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, Helga Emilsdóttir, Laila Ingvarsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ólafur Ingi Friðriksson, Ásta Kristjana Jónsdóttir, Jóhanna Guðnadóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Bergsveinn Símonarson, Pétur Gíslason, Skúli Sigurðsson, Guðmundur Þ. Agnarsson, Guðrún Tryggvadóttir, Hans B. Guðmundsson, Ólína Geirsdóttir, Aðalsteinn H. Guðnason, Halldór Jóel Ingvason, Níels Karlsson. Gestir: Vilhjálmur H., Guðrún Guðmundsdóttir, Karl Hólm, Pétur Elíasson, Óskar Þór Sigurðsson og Gunnlaugur Ragnarsson.
Golfið: Ræsir var Aðalsteinn H. Guðnason. Vel gekk að koma ráshópum af stað á teig. Golfið gekk þokkalega. Fyrsti ráshópur fór völlinn á fjórum tímum en því miður fór tími síðustu hópa upp í fimm klukkustundir og er það allt of mikið.
Úrslit: Í kvennaflokki sigraði Ólína Geirsdóttir, hlaut 35 punkta. Í öðru sæti varð Laila Ingvarsdóttir, hlaut 28 punkta. Í þriðja sæti varð Arnbjörg Guðbjörnsdóttir, hlaut 22 punkta. Í karlaflokki sigraði Ólafur Ingi Friðriksson, hlaut 35 punkta. Í öðru sæti varð Hilmar Harðarson, hlaut 32 punkta. Í þriðja sæti varð Jóhannes Jónsson, hlaut einnig 32 punkta. Nándar verðlaun á 7. braut hlaut Níels Karlsson, var 3.40 m. frá holu.
Vorferðin til Mojacar – Á morgun, fimmtudaginn 15. mars er síðasti innritunardagur fyrir félaga í golfmótið í Mojacar. Eftir morgundaginn byrjum við að skrá gesti í golfmótið. Við höfum möguleika á að skrá 56 golfara í mótið og eru enn möguleikar á þátttöku. Skráningu skal tilkynna til Eyjólfs Sigurðssonar eyjsig@simnet.is – Innheimta á þátttökugjöldum er hafin, Örlygur Geirsson, gjaldkeri sér um innheimtuna.
Næsti leikdagur – Mánudagurinn 19. mars er næsti leikdagur Teigs. Skráning er hafin og sér Bergsveinn Símonarson um skráninguna bergsveinn45@gmail.com Félagar hafa forgang til fimmtudagskvölds, eftir það er hægt að skrá gesti til þátttöku.
Árgjöld – Við minnum félaga á árgjöldin, Örlygur Geirsson sér um innheimtuna.
El Valle 14. mars 2018
Eyjólfur Sigurðsson, formaður