Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

Golfklúbburinn Teigur – FRÉTTABRÉF

 

Leikdagur: Þriðjudagurinn 13. febrúar 2018.

Golfvöllur: Vistabella-völlur – Vallargjöld 41€ (innif. golfbíll)

Veður: Kalt um morguninn, 8 ° hiti en lagaðist þegar á leið, sólin skein og hiti náði 15°.

Mætt til leiks: Hermann Bragason, Níels Karlsson, Stefán B. Gunnarsson, Jóhannes Jónsson, Magni Jóhannsson, Sigurður Ananíasson, Emelía Gústafsdóttir, Helga Ottósdóttir, Magnús G. Pálsson, Bergsveinn Símonarson, Gunnar Dagbjatsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg A. Guðfinnsdóttir, Ingibjörg A. Guðlaugsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Guðmundur Þ. Agnarsson, Hans B. Guðmundsson, Ólafur Ingi Friðriksson, Ásta Kr. Jónsdóttir, Elínborg Kristjánsdóttir, Simon Aðalsteinsson, Jenny Johansen, Ágúst Ögmundsson, Pétur Gíslason, Viðar Marel Jóhannsson, Skarphéðinn Sigursteinsson og gestir, Jón Pétur, Gunnar Felix, Baldur Dagbjartsson, Jóna Rútsdóttir.

Golfið: Fyrsti ráshópur var ræstur út kl. 10.40, sem er óvenju seint. Því fögnuðu þeir sem eru vanir að sofa lengi á morgnana. Meðan ekki er hlýrra en var í dag, þá er það til bóta að þurfa ekki að byrja mjög snemma morguns. Símon Aðalsteinsson sá að mestu um að ræsa hópana og gekk það vel. Nú varð breyting frá síðasta þriðjudegi, allir sem vildu fengu golfbíl og var leyfilegt að aka á steyptum vegi við brautir á nýja hluta vallarins. Nokkrir fengu undanþágu frá þessari reglu, en aðeins þeir sem þurftu nauðsynlega á því að halda. Það gefur auga leið að þegar okkar fólk er ræst út þetta seint, þá eru aðrir hópar farnir á undan. Því miður vorum við óheppin því nokkrir úr þeim hópum fóru mjög hægt yfir og töfðu okkar fólk verulega. Almennt voru okkar hópar fimm og hálfa klukkustund að fara völlin af þessum orsökum og er það fjarri því að vera ásættanlegt.

Úrslit: Jóhannes Jónsson, Sigurður Ananíasson, Símon Aðalsteinsson o.fl. sáu um útreikning korta og afhendingu verðlauna. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg A. Guðlaugsdóttir, hlaut 32 punkta. Í öðru sæti varð Þuríður Jóhannsdóttir, hlaut 27 punkta. Í karlaflokki sigraði Stefán B. Gunnarsson, hlaut 36 punkta. Í öðru sæti varð Skarphéðinn Sigursteinsson, hlaut 32 punkta. Nándarverðlaun á 7. braut hlaut Jóna Rútsdóttir, 1.94 m frá holu.

Vorferðin til Mojacar – Eyjólfur Sigurðsson formaður klúbbsins, tilkynnti að skráning í vorferðina 16. – 19. apríl væri hafin. Kvatti hann félaga til að tilkynna sem fyrst ef þeir ætluðu í ferðina. Klúbbfélagar hafa forgang til 15. mars, eftir þann tíma er hægt að skrá gesti í golf ef ekki verður þá þegar fullskipað af félögum. Verð fyrir gistingu (tveggja manna herbergi) og hálft fæði, ásamt dinner á strandar veitingahúsinu sem við höfum verið á áður og akstur á staðinn, er 200€ fyrir tvo. Fyrir einstakling (eins manns herbergi) 150€. Eyjólfur Sigurðsson sér um skráningu. Vinsamlega sendið pantanir á eyjsig@simnet.is. Gestir sem þurfa eingöngu gistingu geta skráð sig nú þegar.

Næsti leikdagur – Þriðjudagurinn 20. febrúar er okkar næsti leikdagur. Skráningar þurfa að berast til Þuríðar Jóhannsdóttur borgarnes@gmail.com fyrir fimmtudagskvöld. Gestir verða skráðir eftir þann tíma.

El Valle 14. febrúar 2018

Eyjólfur Sigurðsson, formaður

Leave a Reply