Golfkennsla fyrir meðlimi Teigs árið 2021.
Það hefur verið mikið rætt um golfkennslu við mig af meðlimum Teigs og mikið spurt hvert er best að fara og hver er besti kennarinn og svo frv.
Ég fór til kennara fyrir stuttu og tók nokkra tíma hjá honum og verð að segja að þetta er einn af þeim betri sem ég hef farið til á ævinni og eru þeir allnokkrir,en þessi kennari er á La Marquesa og heitir David Andreu Jiminez og hann talar náttúrlega Spænsku,mjög þokkalega Ensku og dálítið í Íslensku.Hann hefur símanúmerið 34-659-553-234.
Verðskrá hans er 1.klukkutími:40 eur og hálftími 24 eur,hann býður nú sérstakt 10 tíma kort sem þú getur notað hvenær sem er á 270Eur og hægt er að blanda saman hjónum,vinum eða fjödskyldu,bara velja.
Einnig býður hann uppá hlut sem er svakalega spennandi en það er hann spilar með þér 9 eða 18 holur og kennir þér að lesa völlin og hvaða verkfæri þú átt að nota og hugsa eins og atvinnumennirnir,og kosta 9.holur 80 eur og 18 holur 130 eur.
Bergur M Sigmundsson