Gleðileg Jól og farsælt nýtt golfár
Kæru vinir ég vill þakka ykkur fyrir það traust sem þið sýnduð mér með að velja mig sem nýjann Formann Golfklúbbsins Teigur ,á síðasta aðalfundi Klúbbsins.
Þetta var nú eitthvað sem ég hafði nú ekki verið að velta fyrir mér er ég flutti hingað,hér ætlaði ég aðeins að lifa lífinu spila golf og skemmta mér en enginn ræður sínum næturstað og ég tek þessari ákvörðun ykkar með auðmýkt og ég get aðeins lofað því að gera mitt besta og með mér í Stjórn er slíkt úrvalsfólk að ég þarf ekki að kvíða neinu,þá vil ég minnast á að nú eru konur í stjórn orðnar tvær og er það frábært.
Síðasta ár var mjög fínt golfár og gekk allt eins og í sögu varðandi allan rekstur Klúbbsins og allir félagar lögðust á eitt um að vinna og gera það sem þurfti og sumir meira en það,en nú er ásókn í aðild að klúbbnum orðin þannig að á því þarf að finna lausn og það fyrr en seinna og eru ýmsar hugmyndir á lofti sem verða skoðaðar fljótlega á nýju ári.
Nú um áramót taka gildi mjög veigamiklar breytingar á golf reglunum sem geta skift verulegu máli fyrir alla kylfinga og hvet ég alla til að kynna sér vel þessar breytingar sem allir eiga að hafa fengið sendar á netföngin sín,ef ekki vinsamlega látið okkur vita og bætt verður úr því.
Að lokum óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla árs og friðar og notalegra stunda í faðmi vina og fjöldskyldu
Bergur M Sigmundsson Formaður